#smarabioevents

Smárabíó
Fjölnota salir fyrir ýmsa viðburði

Smárabíó er með fjölda sýningarsala fyrir allrahanda viðburði eins og ráðstefnur, fyrirlestra og aðrar sérsýningar.

Þinn viðburður

Smárabíó – Fyrir ráðstefnur, hvatafundi og fyrirlestra

Smárabíó býður upp á heildarlausn fyrir fyrirtæki og fjölbreytt og aðlaðandi rými sem henta fullkomlega fyrir ráðstefnur, fyrirlestra, fundi og sérviðburði. Með þægilegum sætum, hágæða tækjabúnaði, fyrsta flokks skjávörpum og notalegu umhverfi Smárabíó hefur jafnframt fjölnota svæði fyrir framan alla sali sem nýtast vel fyrir sölusýningar, vörukynningar, samkomu og veitingar.

Hvort sem um ræðir lítinn fyrirlestrasal eða stærri ráðstefnu fyrir hundruð gesta, þá eru allir sali sérlega vel búin hvað varðar þægindi, fyrsta flokks hljóðkerfi og myndgæðum sem skila árangri fyrir þinn viðburð.

Frábær kostur fyrir MICE – fundi, hvata viðburði, hópefli, fyrirtækisfundi, ráðstefnur og sýningar.

Um Smárabíó – Þar sem þinn viðburður er í aðalhlutverki

Smárabíó er ekki bara kvikmyndahús – heldur fullbúinn aðstaða með sveigjanleg rými sem henta jafnt fyrir litla fundi og stórar ráðstefnur, sýningar og móttökur með mikil þægindi

Við bjóðum upp á fjölbreytt og sveigjanlegt úrval rýma fyrir fyrirtækja viðburði, fyrirlestra, verðlaunaafhendingar, sölufundi, stjórnarfundi, vörukynningar og námskeið – hvort sem er að degi til eða kvölds.

Með aðstöðu fyrir allt að 1.200 gesti í standandi móttöku, þægilegum sætum, fyrsta flokks tækjabúnaði, tæknilegri fagmennsku og notalegu umhverfi, er Smárabíó eftirsóttur vettvangur fyrir fyrirtæki sem vilja halda áhrifaríka viðburði í hjarta höfuðborgarsvæðisins með nægum fríum bílastæðum og frábært aðgengi.

0 Sæti

MAX hall

0 Sæti

Hall 2

0 Lúxus Sæti

Luxury Salur

0 Sæti

Hall 4

0 Sæti

Hall 5

Staðsetning Smárabíós – Næg bílastæði og gott aðgengi

Smárabíó er staðsett í hjarta Kópavogs, í björtu umhverfi Smáralindar.
Staðsetningin er bæði aðlaðandi og einstaklega aðgengileg fyrir alla tegundir viðburða.

Auðvelt er að koma bæði stórum hópum og smærri gestum til og frá – hvort sem er með hópferðabílum, smábílum eða sérferðum. Næg bílastæði og gestir njóta alltaf veður skjóls utandyra og innandyra enda bílastæði á neðri hæð yfir byggð.

Smárabíó – Fyrsta flokks ráðstefnuaðstaða í hæsta gæðaflokki á höfuðborgarsvæðinu.

Smárabíó er eitt glæsilegasta kvikmyndahús landsins og býður upp á fimm fjölbreytta og vel búna sali sem henta fullkomlega fyrir ráðstefnur, fyrirlestra, fundi og fyrirtækjaviðburði og allra handa kynningar.

Hægt er að velja allt frá stærsta salar sem tekur 333 sæti yfir í lúxussalinn sem tekur 66 sæti og má lýsa sem einstökum vettvangi fyrir minni viðburði. Gólfaðstaða fyrir framan sali tekur allt að 1.200 gesti í standandi móttöku.

Smárabíói vakti strax athygli í viðburðageiranum fyrir fjölbreytta notkun á húsnæðinu.

Allir salir eru útbúnir með nýjustu tækni í hljóð- og mynd, varpar og búnaður fyrir beinar útsendingar, sem gerir Smárabíó að frábærum valkosti fyrir stafræna ráðstefnur, sýningar, streymi og blandaða viðburði.

Smárabíó er staðsett í Smáralind, sem er vottað samkvæmt BREEAM In-Use umhverfisstöðlum.

Smáralind var fyrsta byggingin á Íslandi til að hljóta þessa viðurkenningu árið 2019 og hefur síðan fengið endurvottun, sem undirstrikar áherslu á sjálfbærni og gæði aðstöðunnar. Smárabíó er með flokkun í hverjum sal fyrir sína gesti.

Frábær aðstaða

Viðburður fram undan?

Viðburðir í Smárabíó – Sveigjanleiki, rými og reynsla.

Þegar kemur að því að hýsa stærri viðburði er Smárabíó einstakur kostur fyrir fyrirtæki og skipuleggjendur sem vilja öfluga og tæknilega faglega viðburða aðstöðu. Fjölnota svæðið fyrir framan sali rúmar allt að 1.200 gesti í standandi móttöku og er hægt að hanna og sníða rýmið að ólíkum tegundum viðburða.

Fjölnotasvæðið státar af glæsilegum 100 tommu LED skjá, fullkomnum fyrir sjónræna og kraftmikla viðburði eins og Kahoot-fundi, lifandi tónlist, vörukynningar og/eða ráðstefnur með margmiðlunarbúnaði.

Fyrir umfangsmeiri samkomur getur Smárabíó stækkað aðstöðuna með því að fjarlægja hluta af aðalsvæði pallsins sem hýsir verslunarsvæðið, sem gerir kleift að bjóða upp á víðfeðmt og opið rými – sérsniðið að þínum viðburði.

Smárabíó er hannað til að mæta þörfum fjölbreyttra hópa og býður upp á nægilegt svigrúm, hátækni og faglega umgjörð fyrir allt frá innanhúskynningum og vörusýningum til stórra viðburða með lifandi streymi.

Heildarupplifun fyrir fyrirtæki – Þar sem þinn viðburður er í aðalhlutverki!

Smárabíó býður upp á eitt öflugasta og fjölbreyttasta viðburðarrými landsins, með fimm fullbúnum sölum sem saman bjóða upp á 985 sæti í fyrsta flokks umhverfi. Allir salir eru útbúnir nýjustu hljóð-, mynd- og tækni­lausnum, sem tryggja framúrskarandi upplifun fyrir ráðstefnur, fyrirlestra, fundi, vörukynningar og blandaða viðburði – stóra sem smáa.

Fyrir minni samkomur og einkaviðburði bjóðum við upp á sérsniðin rými með áherslu á þægindi, næði og þjónustu sem stenst væntingar jafnvel kröfuharðra gesta.

En það sem setur Smárabíó í sérflokk er einstakt skemmtisvæðið og Fótboltaland, sem er stærsti innifótboltaleikvangur landsins með ævintýralegum þrautabrautum, laser tag, skemmtisvæði og karaokeherbergi – fullkomið fyrir hópefli, starfsmannaafmæli, árshátíðir og ráðstefnur með twist.

Við bjóðum upp á sveigjanlega möguleika þar sem hægt er að bóka einn lið eða sameina alla þættina – fundarherbergi, viðburðasal, skemmtisvæði og afþreyingu – til að skapa einstaka heildarupplifun.

Veitingar fyrir ráðstefnur, veislur og viðburði.

Í Smárabíói leggjum við metnað í gott samstarf til að bjóða upp á veitingaþjónustu sem bætir þinn viðburð. Smárabíó getur boðið upp á allra handa veitingar sem eru sérsniðnir að viðburðum af öllum stærðum og gerðum – hvort sem um er að ræða morgunfundi með kaffi og morgunmat eða hádegis-og/eða kvöldmóttöku.

Við vinnum með traustum samstarfsaðilum og veitum sveigjanlega og skapandi lausnir, allt frá léttum fingramat og yfir í glæsilega smárétti fyrir hádegisverði, kvöldverði og auðvitað eftirrétti.

Fyrir smærri viðburði og einkasamkomur mælum við með vönduðum smáréttum, fagmannlega fram settum réttum og fallegum eftirréttum – sem skapa fágað andrúmsloft án þess að taka yfir rýmið.

Viðburðir í Smárabíó geta þannig sameinað ráðstefnu stemningu, hópefli og veitinga upplifun þar sem hver biti er hluti af eftirminnilegum viðburði.

Hvað er í nágrenninu

Smárabíó státar af einstaklega þægilegri staðsetningu í Smáralind – hjarta Kópavogs – þar sem gestir hafa allt innan seilingar og næg frí bílastæði.
Í nágrenninu eru fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða og þjónustu sem gerir skipulagningu ráðstefna, funda og viðburða enn einfaldari og ánægjulegri.
Auk þess sem ein glæsilegasta mathöll landsins opnar í desember 2025 í Smáralind.

Sky Lagoon – eitt vinsælasta spa landsins – er í aðeins 4,8 km fjarlægð, eða um 9 mínútna akstur, sem gerir það tilvalið fyrir viðburði sem vilja bjóða upp á slökun og upplifun í kjölfar dagskrár.

Smáralind er staðsett aðeins 7 km frá miðbæ Reykjavíkur, sem jafngildir um 10–15 mínútna akstri.

A small river named Duden flows by their place and supplies it with the necessary regelialia. It is a paradisematic .

Elizabeth Sofia WordPress Dev.

A small river named Duden flows by their place and supplies it with the necessary regelialia. It is a paradisematic .

Elizabeth Sofia WordPress Dev.

A small river named Duden flows by their place and supplies it with the necessary regelialia. It is a paradisematic .

Elizabeth Sofia WordPress Dev.

A small river named Duden flows by their place and supplies it with the necessary regelialia. It is a paradisematic .

Elizabeth Sofia WordPress Dev.

Smarabio

Heimilisfang: SMÁRABÍÓ  |  HAGASMÁRA 1  | 201 KÓPAVOGI  | Sími564 0000

e-mail: event@smarabio.is

Scroll to Top